h.pálmason

9 wins for winter brothers

Added on by Hlynur Palmason.

Winter Brothers won 9 Roberts (danish academy awards). Congrats to the wonderful cast and crew. More here. Best film, best director, best main role, best supporting role, best cinematography, best sound design, best production design, best costume, best makeup.

winner / grand prix

Added on by Hlynur Palmason.

Winter Brothers won the Grand Prix at Annonay Film Festival, France. Congrats to the crew and cast and thanks to the jury and the programmers at Annonay.

winter_process_25_hpalmason.jpg

grand prix

Added on by Hlynur Palmason.

Winter Brothers wins Grand Prix at Angers film festival along with Russian film Tesnota.

interview 6#

Added on by Hlynur Palmason.

Exploring the undknown by Wendy Mitchell

INTERVIEW. Director Hlynur Pálmason blends beauty with brutality in his debut feature "Winter Brothers," the result of a highly organic process. The story centres on two brothers working in a limestone quarry, focusing on the younger brother Emil and his hunger for love and acceptance. Read the interview here:

winter_process_30_hpalmason.jpg

interview 5# / radio

Added on by Hlynur Palmason.

Constructive forces

Interviews with artists who deal with social and political issues, often on the fringes, conducted by Kate Yoland. This week: Hlynur Pálmason, an Icelandic filmmaker whose feature debut, 'Winter Brothers,' recently screened at the London Film Festival 2017. Palmason’s story follows Emil, played by Elliott Crosset Ove, a young man who works in a remote limestone mine with his stronger, more stable brother - depicted in a powerfully tense underground world and a bleak, washed out environment in the upper air.

Listen here.

winter_process_29_hpalmason.jpg

review 7#

Added on by Hlynur Palmason.

My favorite review on Winter Brothers by the poet and writer Jónas Reynir Gunnarsson.

Tungumál Vetrarbræðra

Snjór. Kalk. Hvítt. Autt. Tómt.

Náma.

Myrkur.

Ljós.

Emil selur heimabrugg. Glugg glugg. Maður dettur niður.

Það vantar eitthvað í líf Emils. Í hjartanu, þar sem ástin á að vera, er stór, hvít eyða. Stórt, hvítt herbergi fullt af kalksteini. Stórt, tómt og hvítt. Það eru engir gluggar í þessu hvíta herbergi og þess vegna er það fullt af myrkri.

Mennirnir vinna í hvítri námu. Þeir eru umkringdir myrkri og eru allir með myrkur inni í sér. Sama hvað hver segir eru allir með myrkur inni í sér. En mennirnir eru með höfuðljós til að lýsa upp myrkrið. Þessi ljós minna mig á eitthvað. Hvað minna þau mig á? Já, þau minna mig á stjörnubjartan himin.

Ég vil vera elskaður og ég vil láta ríða mér. Emil líka. Emil vill vera elskaður og hann vill láta ríða sér. En hér er engin ást. Ástin er það sem vantar. Í þessu verki er neikvæða rýmið stærst. Auður flötur. Hvítt kalk, snjór – hvítur snjór, hvítir menn í fötum sem eru líka orðin hvít, hvítar götur, hvítar, stórar byggingar með hvítum, tómum herbergjum. Þar sem er hvítt, þar er ekkert. Þar sem hvítt er ætti ástin að vera.

Emil er ástfanginn. Hvað langar þig í? spyr maður sem vill kaupa af honum brugg. Eitthvað til að gefa fallegri stelpu, segir Emil. Maðurinn býður honum eldhúshnífa – Nei. Hann rótar undir rúminu og finnur gamla peysu – Nei. Hermannajakka – Nei. En hvað er þetta, rifill? Já, þetta er riffill. Riffill er ekki ást en hann er næsti bær við.

Emil hleypur á eftir bróður sínum í gegnum skóginn. Allt er hvítt. Snjór alls staðar. Lengi horfum við á þá fara í gegnum skóginn. Allt sem Emil er að glíma við sést í því hvernig hann ber sig þegar hann hleypur. Alltaf þegar hann hreyfir sig sést hvernig honum líður, hann getur ekki að því gert. Þegar hann lyftir grjóti í námunni. Þegar hann slæst. Þegar hann flýr eftir að hafa kastað snjóbolta í gluggann hjá konunni sem hann elskar.

Mennirnir í námunni nota verkfæri. Fólkið sem bjó til Vetrarbræður notar líka verkfæri. Verkfæri sem sumir kvikmyndagerðarmenn nota eingöngu til að snúa tannhjólum. Mynd, staðir, hlutir, litir, sprengingar, hreyfing, fólk – þetta eru nokkur af þeim verkfærum sem fólkið sem bjó til Vetrarbræður notar. En hvað þýðir það, að kvikmynd sé blanda af öllu þessu? Er kvikmyndin blanda af mörgum listgreinum? Er kvikmynd summan af skáldsögu, leikriti, málverki, tónlist?

Nei.

Kvikmyndin er sín eigin listgrein. Hún býr ekki hægra megin við samasemmerkið. Hún hefur sitt eigið tungumál og eigin landamæri. Kóngurinn í landi kvikmyndarinnar heitir Tíminn. Íbúarnir heita Ljós, Myrkur, Hljóð og Þögn. Hlynur Pálmason þekkir þá vel. Hann kom til þeirra á sjö bátum.

Hlynur Pálmason er íslenskur leikstjóri sem gerði mynd í Danmörku. En fyrst og fremst er hann sendiherra úr landi kvikmyndarinnar. Þegar Hlynur ferðast er það í umboði Tímans. Hljóð, Þögn, Ljós og Myrkur sitja með honum í bíl. Persónurnar í Vetrarbræðrum tala dönsku en Hlynur tjáir sig með tungumálinu sem talað er í landi kvikmyndarinnar. Og hann talar með sinni eigin rödd.

Hvernig hljómar þessi rödd? Í Vetrarbræðrum hljómar hún hátt og skýrt. Þess vegna er Hlynur Pálmason einn af áhugaverðustu listamönnum Íslands. Þess vegna er Vetrarbræður listaverk.